Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
28
2011
Almennt
Skráum ljósmyndasöfnin
Hvernig sem á því stendur, virðist það sjaldnast gerast fyrr en á efri árum að hugur fólks beinist að ættum sínum, forfeðrum og formæðrum, sögu þeirra og þá um leið að ljósmyndum sem til kynnu að vera af löngu dánu fólki.
Þetta gildir um mig rétt eins og svo marga aðra. Kominn yfir sextugt er ég farinn að rifja upp þær sagnir sem mér voru sagðar á barnsaldri. Ég fletti upp minningargreinum á Tímarit.is og leita að gömlum myndum í gömlum fjölskyldualbúmum.
Eiginlega finn ég furðu margar myndir. Margar þeirra eru að vísu nokkuð illa farnar eftir að hafa staðið í ramma eða verið límdar í albúm. Sumar myndirnar hafa samt lifað nokkurn veginn af allt að „hundrað ára einsemd“.
Margar þessara mynda eru merktar ákveðnum ljósmyndara eða ljósmyndastofu. Það er ekkert skrýtið. Ljósmyndavélar urðu ekki almenningseign fyrr en um miðbik 20. aldar.
Ég veit það reyndar ekki með vissu, en mig grunar að flest söfn þeirra ljósmyndara sem störfuðu á fyrri hluta 20. aldar séu enn til. Ástand þeirra er vafalaust misjafnt og það er heldur ekki víst að ljósmyndararnir hafi haldið skrár sem nýta megi til að bera kennsl á fólk.
En í mörgum tilvikum gæti það verið. Og í mörgum tilvikum gætum við þar fundið gott frumeintak af mynd sem í rammanum eða albúminu er löngu orðin ónýt.
Mig langar að nefna hér eitt grátbroslegt dæmi: Þegar pabbi gamli dó árið 2003, skoðuðum við nokkuð vandlega ýmislegt af því sem hann hafði geymt. Meðal þess sem við fundum var gamalt box fullt af andlitsmyndum í passamyndastærð eða svo. Myndirnar voru allar brúntónaðar og þar af leiðandi gamlar. Flestar af ungum konum.
Eftir margvíslegar athuganir, vangaveltur og rökræður, duttum við loks niður á hinn hörmulega sannleika: Pabbi átti ekkert í þessum myndum. Þetta voru myndir sem móðir hans hafði sankað að sér af vinkonum sínum, þegar hún bjó á Ísafirði – áður en hún kynntist afa gamla. Við vorum sem sagt heilum tveimur kynslóðum of sein.
Amma hefði getað sett nafn við hverja einustu mynd. En hún dó 1966.
Ljósmyndasöfn sem enn eru til, þarf að skrásetja. Það er hreint ekki seinna vænna. Kostnaðurinn þarf ekki endilega að greiðast úr ríkissjóði. Hann mætti t.d. greiða með samskotum okkar sem erum orðin nógu gömul til að hafa áhuga á málefninu.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd