Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
júl.
29
2011
Almennt
Stórsigur Osama bin Laden
Fáeinum mánuðum eftir dauða sinn hefur Osama bin Laden unnið sinn stærsta sigur hingað til. Megintilgangurinn með flugvélaránunum og eftirfylgjandi hryðjuverkaárásum þann 11. september 2001, var alveg örugglega ekki sá einn að drepa sem flesta. Osama bin Laden hugsaði miklu lengra.
Viku eftir fjöldamorðin í Noregi eru línur teknar að skýrast. Nú er orðið dagljóst að ódæðismaðurinn er múslímahatari. En hann hugsaði þó greinilega lengra en svo að honum dygði að drepa sem flesta múslíma. Honum þótti áhrifaríkara að drepa sína eigin samlanda – sáttfúsa samlanda sína, þá sem vildu frið milli ólíkra menningarheima. Þannig vildi hann sýna svart á hvítu að Evrópumenn verði að heyja heilagt stríð og gera múslíma burtræka úr þessari heimsálfu. Og barnalegir hálfvitar, sem kjósa frið og sættir skulu teljast réttdræpir.
Útlendingahatur, kynþáttahatur eða trúarbragðahatur er ekki nýtt í Evrópu. Úr því dró að vísu nokkuð eftir að örlög gyðinga í seinni heimsstyrjöld urðu lýðum ljós. En upp úr miðri 20. öld þurftu mörg Evrópuríki á vinnuafli að halda og múslímar frá Mið-Austurlöndum voru þá boðnir velkomnir ekki síður en aðrir. En allir tímar renna sitt skeið á enda. Líka þessi.
Um leið og atvinnumarkaðurinn var fullmettaður og atvinnuleysis varð vart, bærði þjóðerniskenndin aftur á sér. Margir vildu nú senda „heim til sín“ alla með dökkan hörundslit o.s.frv. sem hefðu „komið hingað til að stela atvinnunni frá okkur“. Mér er minnstætt að ágætur kunningi minn í Stokkhólmi hélt yfir mér langa ræðu í þessum dúr, sennilega 1978, en bætti svo við mér til hughreystingar: Þú ert ekki innflytjandi. Þú ert norrænn.
Ég held að ég muni þetta orðrétt á sænsku: „Du er ingen jävla invandrare. Du kommer ifrån ett av de nordiska länderna.“ Þessi ummæli komu mér á óvart og brenndu sig inn í minnið.
Þegar kom að aldamótunum síðustu höfðu útlendingahatarar þegar skipulagt sig og meira að segja myndað stjórmálaflokka í mörgum Evrópuríkum. Osama bin Laden sáði sem sagt í frjóan jarðveg, þegar hann skipulagði árásirnar 11. september 2001.
Fremsta markmið hans var án efa að kynda undir haturspottinum sem lengi hafði kraumað í Evrópu. Við skulum ekki detta í þá gildru að ímynda okkur að Osama bin Laden hafi verið fífl. Hann var held ég þvert á móti nokkuð snjall hugsuður. Svo mikið er víst að honum tókst það sem hann ætlaði sér.
Honum tókst að fá Evrópumenn til að sjá sjálfa um eigin manndráp. Því miður er ég nokkuð viss um að Anders Breivik var bara sá fyrsti. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.
Um leið og við sláum þessu föstu, er auðséð að við þurfum að ná sáttum við múslíma. Ekki maður á mann, heldur öll heildin. Íbúar Evrópu og annarra Vesturlanda þurfa í heild sinni að ná sáttum við íbúa Mið-Austurlanda. Það verður ekki alls kostar einfalt. Fyrsta skrefið, og það sem mestu skiptir, er þó auðséð.
En það er efni í framhaldspistil.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd