Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
júl.
08
2011
Almennt, Stjórnmál
Salatbarinn og sjónvarpið
Vegna þess að verið er að flísaleggja eldhúsgólfið, borðaði ég kvöldmat, samsettan úr fjölbreytilegum matvælum, sem finna má í salatborðinu í Hagkaupum. Hitt var líka merkilegt við þenna dag, að ég eyddi talsverðum hluta hans í að fletta milli stöðva í „Sjónvarpi Símans“, sem tengt var inn á heimilið í gær.
Áskrift að öllum erlendum sjónvarpsstöðvum sem í boði eru, kostar 5.500 krónur á mánuði. Ég fæ nú heilan mánuð til að skoða þær og velja hverjar ég vil og hverjar ekki.
Þetta er því miður ekki satt.
Ég fæ mánuð til að velja milli 6 pakka. Heilan, frían mánuð. Húrra! Í stærsta pakkanum eru allar stöðvarnar. Verð: 5.500,- á mánuði. Samkvæmt lista á heimasíðu Símans eru þetta svo sem 60 stöðvar, en sennilega nær 50 ef allar plúsrásirnar eru dregnar frá.
Ég hef mismikinn áhuga á þessum stöðvum. Að sumum vil ég endilega hafa aðgang, sumar get ég hugsað mér að horfa á stöku sinnum, en á yfirlitslistanum eru líka fjölmargar stöðvar sem ég vil endilega losna við, þótt ekki sé nema bara til að þurfa ekki að fletta yfir þær í leit minni að einhverju áhugaverðu.
En mér býðst ekki að velja mér stöðvar sjálfur. Ég má bara velja „pakka“. Og þess er vandlega gætt að pakkarnir séu „rétt“ samsettir og ekki síður „rétt“ verðlagðir. Ég get ómögulega fengið þær 10 stöðvar sem ég kæri mig um, í sama pakka. Og um leið og ég kaupi tvo pakka, þarf ég að borga meira en ef ég gerist áskrifandi að öllu draslinu.
Í Hagkaupum fæ ég að velja það sem mig langar í af salatbarnum. Það er svo vigtað við kassann og sama hvort ég hef fyllt boxið af eggjum eða gúrkum og tómötum, þá borga ég bara eftir þyngd. Ég geri ráð fyrir að þar hafi verið reiknað út að jafnvel þótt einn og einn taki bara egg eða bara kjöt, muni það jafna sig út, vegna þess að jurtaæturnar eru mun fleiri.
Svipaðri aðferð er vandalaust að beita við sölu á sjónvarpsáskrift, en það er ekki gert. Mér finnst rétt að skoða útreikningana aðeins nánar. Við getum gefið okkur tvær heildartölur til viðmiðunar: Annars vegar getum við litið svo á að 5.500,- krónur sé raunverulegur heildarkostnaður fyrir allar stöðvarnar og þá kostar hver og ein um 100 krónur á mánuði. Við gætum sem sagt valið 10 stöðvar úr pakkanum og borgað fyrir 1.000 kr. á mánuði, sem mér þætti hóflegt og þægilegt verð.
Á hinn bóginn getum við líka lagt saman heildarverð allra „pakka“ og litið á útkomuna sem heildarverð. Sé þeirri aðferð beitt kosta allar stöðvar samanlagt rúmlega 11.500,- kr. og hver stöð þar af leiðandi 150-200 krónur (eftir reikningsaferð). Með þessari verðlagningu ættum við sem sagt að geta valið okkur 10 stöðvar fyrir 2.000,- krónur, sem er ódýrara en ódýrasti pakkinn. Og í ódýrasta pakkanum eru 9 stöðvar. Allar valdar af seljandanum saman í pakka. Af hverju má kaupandinn ekki velja sjálfur?
Og vel að merkja: Þetta á að heita samkeppnismarkaður. Af hverju dettur engum keppandanum í hug að færa annan fótinn fram fyrir hinn í þessu kapphlaupi?
Af hverju skyldi það nú vera?
Til baka
Efst á síðu
1
Skrá athugasemd
1
sep.
03
00:31
2011
Brói
Algerlega sammála þér í þessu. Þetta varð til þess að ég keypti mér aldrei neina af þessum stöðvum. Ég hefði viljað velja mér svona c.a 10 stöðvar og borga bara fyrir þær. En í staðinn urðu engin viðskipti. Hljóta að tapa á svona rugli.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd