Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.

29


2011
Stjórnmál
Afleit hugmynd, Björn Valur!
Björn Valur Gíslason þingmaður virðist gæla við þá hugmynd að láta slag standa og og mæta vinnufélaga sínum Guðlaugi Þór Þórðarsyni í réttarsal. Hugmyndin er hreint afleit. Hann verður dæmdur til að borga tveimur lögmönnum 20 þúsund á tímann í nokkra daga og kannski milljón upp í næstu prófkjörsbaráttu Guðlaugs Þórs. Og svo heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu. Ef Björn Valur vill endilega gefa svo mikla peninga, má sem best sjá fyrir sér mörg þekkilegri góðgerðarmálefni.

Það er erfitt að ímynda sér auðveldari leið til að fá sjálfan sig dæmdan fyrir meiðyrði, en að saka einhvern um mútuþægni. Og Björn Valur sakaði Guðlaug Þór svo sannarlega um að hafa þegið mútur. „Jú, vegna mútugreiðsla sem þingmaðurinn þáði“. Augljósari getur sökin ekki verið.

Ég geri ráð fyrir að Björn Valur hafi flett upp í orðabókinni, þar sem nafnorðið múta er sagt vera oftast notað í fleirtölu og skýrt þannig; „greiðsla fyrir vafasaman eða rangan verknað, peningar eða fjármunir bornir á e-n í hagnaðarskyni.“

Nú er það út af fyrir sig staðreynd að Guðlaugur Þór Þórðarson fékk alls hátt í 25 milljónir í styrki vegna prófkjörsbaráttu sinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2007. Jafnvel þótt allt þetta fé hefði komið frá einu fyrirtæki, væri það engin sönnun þess að Guðlaugur Þór hafi þegið mútur.

Svona „fræðilega séð“ mætti kannski ímynda sér þrjár meginástæður fyrirtækja til að leggja fé í kosningabaráttu:

1. Að styrkja lýðræðið. Þeir sem hafa þessa hugsjón styrkja alla jafnt.

2. Að eignast velvild. Þeir sem þannig hugsa eru líklegir til að veðja á líklegustu
kandídatana.

3. Að kaupa sér atkvæði í ákveðnu máli eða málum. Slíkt athæfi myndi teljast múta – ef sannaðist.

Það er mín persónulega skoðun að fyrirtæki ættu að viðhafa þá meginreglu að styrkja alla jafnt. Það breytir ekki því, að eiganda fyrirtækis er heimilt að nota fé fyrirtækisins til að styrkja þann flokk eða frambjóðanda sem honum sjálfum hugnast best.

Sá ágæti bloggari AK-72 rifjar í kvöld upp styrki Guðlaugs Þórs fyrir þetta prófkjör. Þar kemur m.a. fram að hann virðist hafa fengið alls 6 milljónir frá 3 félögum sem tengdust Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Þetta getur vel vakið grunsemdir um að eigendur þessara félaga hafi gert sér vonir um „velvild“. En lengra dugar það ekki.

Sem sagt Björn Valur:
Í fyrsta lagi hafðir þú engan rétt til að saka Guðlaug Þór um mútuþægni. Það er ekki einu sinni heiðarlegt, jafnvel þótt í fljótfærni væri gert. Það ætti að duga til að biðjast afsökunar.

Í öðru lagi taparðu málinu ef það fer fyrir rétt. Það er ósköp augljóst.

Og í þriðja lagi kemur Guðlaugur Þór út úr dómssalnum sigri hrósandi og nýtir sér dóminn sem sönnun þess að hann hafi aldrei gert neitt af sér – ekki einu sinni í siðferðilegri merkingu. Slíkt höfum við áður séð.

Afsökunarbeiðnin þarf ekki endilega að vera langorð. Kannski mætti orða hana svona:
„Ég biðst afsökunar á að hafa notað orðið „mútugreiðsla“ í stað orðsins „greiðsla“ í pistli mínum ….“ o.s.frv. Það sem á eftir fer sýnist mér í fljótu bragði ekki vera refsivert.

Hafðu ráð þótt heimskur kenni.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd