Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.
08
2011
Stjórnmál
Hvað ef ...?
Ef-spurningar eru alltaf fjandanum erfiðari viðfangs, enda er svarið að finna einhvers staðar í framtíðinni og þar af leiðandi óljóst. Oftast má leiða þessar spurningar hjá sér og bíða þess að upp komi sú tiltekna staða sem ef-spurningin snýst um. Í Icesave málinu eigum við ekki þann kost. Á morgun rennur upp sú ögurstund þegar við þurfum að svara tveimur ef-spurningum: Hvað gerist ef við samþykkjum samninginn? Og hvað gerist ef við fellum hann?
Eftir að hafa horft á fréttaskýringaþætti undanfarin kvöld og sjónvarpsumræður í gærkvöldi, finnst mér þetta þó í rauninni ekkert mjög flókið. Byrjum á Já-svarinu.
Ef við samþykkjum samninginn, öðlast hann gildi. Um leið er mikilli óvissu eytt, en vissulega ekki alveg allri. Miðað við síðustu spár kostar samningurinn okkur 32 milljarða, en sú tala gæti mögulega farið allt niður í 0, en líka orðið töluvert hærri, kannski nálgast 100 milljarða. Endanleg niðurstaða byggist fyrst og fremst á verðmæti eigna gamla Landsbankans, en verðmat þeirra hefur stöðugt farið hækkandi og verður æ áreiðanlegra.
Ef við samþykkjum samninginn, hækkar lánshæfismat íslenska ríkisins. Þetta er engin „hræðsluáróður“, heldur yfirlýst af hálfu alþjóðlegu matsfyrirtækjanna. Að auki liggur ástæðan í augum uppi. Það sem nú veldur lágu lánshæfismati er ekki skuldastaða ríkissjóðs, heldur óvissan sem blasir við, ef samningnum verður hafnað.
Eftir að við höfum útrýmt stærstum hluta þeirrar óvissu, sem nú ríkir og aflað okkur betra lánshæfismats, má eðlilega reikna með mun auðveldari aðkomu að erlendum lánsfjármörkuðum. Þannig getur þá Landsvirkjun t.d. fjármagnað Búðarhálsvirkjun og hin títtnefndu hjól atvinnulífsins taka að snúast á ný.
Hvernig stendur á því að gamalgrónir andstæðingar eins og Samtök atvinnulífsins og ASÍ, skuli vera fullkomlega samstiga í afstöðu sinni og vilja fá samninginn samþykktan? Þeir sem hyggjast krossa við Nei á morgun mættu velta því aðeins fyrir sér.
En hvað gerist ef við fellum samninginn?
Til að byrja með verða einhver málaferli hafin gegn okkur. Sá lögfræðingaleikur mun fyrirsjáanlega standa í mörg ár, lögmönnunum sjálfum til óblandinnar ánægju, enda verða þeir á góðu kaupi.
En hér innanlands gerist nákvæmlega ekki neitt. Við þurfum áfram að búa við kyrrstöðu, atvinnuleysi og niðurskurð. Við komumst ekki af stað út úr kreppunni. Það virðist meira að segja líklegra að hún muni dýpka, fremur en hitt.
Kannski fæst endanleg niðurstaða úr löfræðingaleiknum einmitt árið 2016. Þá gæti komið í ljós að við höfum haft rétt fyrir okkur allan tímann og eigum ekki að borga neitt. Þá getum við auðvitað hrópað ferfalt húrra fyrir réttlætinu, eftir að hafa framlengt kyrrstöðu, atvinnuleysi og kreppu um 5 ár.
En við gætum líka tapað.
Svo virðist sem langflestir þeirra sem ætla að krossa við Nei á morgun, taki þá ákvörðun út frá réttlætiskennd. Réttlætiskennd er góður eiginleiki, en því miður fæst henni ekki alltaf fullnægt.
Icesave-málið er ekki eina óréttlætið sem yfir okkur hefur dunið frá hruni. Við erum þegar búin borga „skuldir óreiðumanna“ upp á mörg hundruð milljarða. Eins og nú horfir gæti Icesave orðið okkur ódýrast af öllum þessum ranglætismálum – en til þess þurfum við að krossa við Já á morgun.
Icesave-málið getur líka orðið dýrasta ranglætismálið og ef við viljum endilega valda okkur sjálfum sem allra mestum skaða, þá er valið einfalt. Þá segjum við bara Nei.
Samkvæmt könnum stefnir í að skynsemin muni á morgun lúta í lægra haldi fyrir réttlætiskenndinni. Það gæti reynst okkur dýrt.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd