Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.

04


2011
Almennt, Stjórnmál
Dagar reiðinnar
Það gæti verið fróðlegt að fá sálfræðinga til að meta  ástand íslensku þjóðarsálarinnar. Yfirleitt leiðast mér reyndar frasakennd hugtök á borð við „þjóðarsál“. Auðvitað á engin þjóð sér sameiginlegt sálarlíf. En þau ósköp sem dundu yfir okkur haustið 2008, framkölluðu held ég svipuð sálræn einkenni hjá flestum Íslendingum, nokkuð hefðbundin sorgarviðbrögð.

Fyrst kom auðvitað vantrúin: þetta getur ekki verið að gerast, þetta getur bara ekki hafa gerst. Svo kom lostið. Eftir á að hyggja er ég ekki frá því að ég hafi verið í losti í margar vikur. Sjálfsagt hef ég ekki verið einn um það. Svo áttuðum við okkur smám saman á því að þetta var raunveruleikinn. Góðærið var risavaxin sápukúlu. Og nú var hún sprungin.

Þá kom reiðin. Hún kraumaði alls staðar og áður en varði sauð hún upp úr. þessi réttláta reiði kom mörgu góðu til leiðar. Hún fæddi af sér Rannsóknarnefnd Alþingis, sem skilaði 7 binda skýrslu. Reiðin fæddi líka af sér búsáhaldabyltinguna, sem leiddi til falls ríkisstjórnarinnar og nýrra kosninga. Og hún leiddi af sér skipun sérstaks saksóknar og aðkomu Evu Joly.

En hér lýkur sennilega samjöfnuðinum við hefðbundin sorgarviðbrögð. Fólk sem missir nákominn ástvin, verður vissulega oft reitt. Sumir eiga til að reiðast við Guð sinn. Aðrir reiðast t.d. þeim sem olli banaslysi. Þótt sorgin geti orðið ævilöng, nær fólk áttum og heldur áfram að lifa. Tekur aftur að horfa á fram á við og lætur að baki það sem liðið er.

Dagar reiðinnar áttu sinn tíma. En sá tími er löngu liðinn. Það er skiljanlegt að sá maður sem hefur varið hverri stund til að byggja sér hús og þarf síðan að horfa á það brenna til ösku, sitji alllengi og stari í máttvana reiði niður í rústirnar. En sá dagur kemur, að hann rís á fætur og heldur áfram á vit hins ókomna. Lætur fortíðina að baki.

Langvinn sambúð við réttláta reiði getur orðið að fíkn, sagði myndlistarmaðurinn Tolli (efnislega) í Kastljósi fyrir fáum kvöldum. Ég er ekki frá því að hann hafi rétt fyrir sér.

Svo mikið er víst að við megum ekki láta reiðina stjórna okkur lengur. Tími reiðinnar er liðinn. Tími heilbrigðrar skynsemi er upp runninn. Ég bíð eftir upplýsingabæklingnum um Icesave, sem ætti að berast á morgun. Ég ætla að lesa hann vandlega áður en ég tek endanlega ákvörðun. Því hef ég lofað sjálfum mér.

Ég mætti á kjörstað í fyrra og krossaði við Nei. Það var einföld ákvörðun, enda lá fyrir að skárra tilboð væri þegar komið upp á borðið.

Að þessu sinni er augljóst að ekki er um annan samning að ræða, heldur þennan samning eða engan samning. Ég ætla að gera mitt besta til að taka „upplýsta“ ákvörðun, byggða á heilbrigðri skynsemi.

Ég læt reiðina ekki ráða afstöðu minni.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd