Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.
23
2011
Stjórnmál
Gráglettni örlaganna
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í vondum málum. Hún hefur orðið uppvís að því að ráða karlmann í stöðu skrifstofustjóra, þegar hún átti að ráða konu sem að auki er flokkssystir hennar. Kærunefnd jafnréttismála hefur nú komist að þessari niðurstöðu.
Að því er best verður skilið af fréttum var rás viðburðanna í sem stystu máli þessi:
Ráðuneytisstjóra og „mannauðssérfræðingi“ utan úr bæ var falið að meta umsækjendur um stöðuna og raða þeim eftir hæfni. Í fyrsta sæti settu þeir Arnar Þór Másson. Ekki fylgir sögunni hverjir urðu nr. 2, 3 og 4, en í 5. sæti hafnaði Anna Kristín Ólafsdóttir, sem vel að merkja er í Samfylkingunni og þar með flokksystir forsætisráðherra.
Hvað gerði svo forsætisráðherra? Jú forsætisráðherra fór eftir hæfnismatinu og skipaði númer 1 í stöðuna. Númer 5 taldi hæfnismatið rangt og kærði – og reynist nú hafa rétt fyrir sér.
Það eru ekki mörg ár síðan ekki þótti neitt tiltökumál að ráðherra teldi sig vita betur en mannauðssérfræðinga eða aðra sérfræðinga og skipaði einfaldlega númer 5, ef ráðherranum hugnaðist betur að ráða númer 5 heldur númer 1, 2, 3 eða 4 – kannski vegna þess að númer 5 var í réttum flokki.
Og þeir tímar eru ekki heldur langt að baki, þegar ekki hvarflaði að nokkrum manni að ráða fólk í embætti samkvæmt einhverju hæfnismati. Í þá daga var aðeins gerð ein hæfniskrafa og hún var sú að geta framvísað sams konar flokksskírteini og ráðherrann sem skipaði í stöðuna.
Svo verða þau tímamót í Íslandssögunni, að í stól forsætisráðherra sest kona. Og ekki nóg með það, heldur er þetta kona sem árum og áratugum saman hefur verið ákafur talsmaður siðvæðingar og jafnréttis og talað einna harðast allra gegn pólitískum mannaráðningum.
Og hún lætur ekki nægja að fá óháðan sérfræðing utan úr bæ til að vinna hæfnismat ásamt ráðuneytisstjóranum, heldur skipar hún í stöðuna samkvæmt niðurstöðunni – og gengur þar með fram hjá flokksystur sinni, sem meira að segja var örugglega hæf til starfans, þannig að afsakanir voru vel tiltækar.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur sem sagt verið staðin að þeim stóra glæp, að praktísera eins og hún prédikar.
Þegar svo Kærunefnd jafnréttismála kemst að þeirri niðurstöðu að hæfismatið hafi verið rangt, má sem best kalla það gráglettni örlaganna. Ég skal gjarnan viðurkenna að mér finnst þetta eiginlega dálítið fyndið.
En málið er samt á sinn hátt alvarlegt. Það er alvörumál að óháður sérfræðingur og Kærunefnd jafnréttismála skuli komast að svo ólíkri niðurstöðu í sama máli. Það afhjúpar galla í stjórnsýslunni.
Slíkt kallar á endurskoðun. Og endurskoðunin getur ekki falist í neinu öðru en samræmdum reglum um mannaráðningar. Þótt ég viti það ekki með vissu, geri ég hálfpartinn ráð fyrir að starfsreglur Kærunefndar jafnréttismála kunni að vera þær bestu og þróuðustu sem nú er völ á. Sé svo, er eðlilegt að ráðuneytum og ríkisstofnunum verði gert að fara eftir sömu reglum við hæfismat. Það væri allavega einfalt skref að stíga.
Og niðurstaðan: Jú, þótt heimsmetið í 100 metra hlaupi sé komið niður fyrir 10 sekúndur er heimsmetið í langstökki enn innan við 10 metra.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd