Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.

12


2011
Almennt, Stjórnmál
Gott þingmál
Langflest fáum við mestar upplýsingar um störf Alþingis og Alþingismanna gegnum fréttir fjölmiðla. Fréttnæmast þykir alltaf þegar þingmenn hundskamma hver annan eða segja aulabrandara. Það er því engin furða þótt almenningur hafi á tilfinningunni að á þingmenn séu upp til hópa gagnslausir hálfvitar.

En það er ekki svo. Þingmenn eru þvert á móti sennilega langflestir hið besta fólk, bæði vinnusamt og á sér hugsjónir. Og á Alþingi eru flutt, rædd og afgreidd mörg gagnleg mál. En það fer fram hjá okkur vegna æsifréttamatsins sem flestir fjölmiðlar eru ofurseldir.

Ásamt fleiri ágætum þingmönnum hefur nú Eygló Harðardóttir lagt til, að hérlendis verði leyfð umhverfisvæn greftrunaraðferð sem gerir það að verkum að jarðneskar líkamsleifar fólks verði að gróðurmold á svo sem 1-2 árum.

Fyrir 5 árum þýddi ég dálítinn greinarstúf um þessa aðferð, sem þá var á tilraunastigi í Svíþjóð. Þessi stutta umfjöllun birtist í 12. tbl. Lifandi vísinda 2006 og til fróðleiks set ég meginefni hennar hér inn:

„Hvort heldur við kjósum að láta grafa okkur eða brenna eftir andlátið, leggjum við byrði á náttúruna. Við hefðbundna greftrun hafnar líkið á 1,5 - 2 m dýpi, þar sem það ... berst á endanum út í grunnvatnið. Og líkbrennsla veitir reyk út í andrúmsloftið.

Nú hefur sænski líffræðingurinn Susanne Wiig-Mäsak þróað þriðju aðferðina og þá umhverfisvænstu. Líkinu er sökkt ofan í fljótandi köfnunarefni þar sem hitastigið er -195° C. Í svona miklu frosti verður líkið svo stökkt að ekki þarf nema lítinn hristing til að það molni niður í duft þar sem kornastærðin er um 1 mm. Að þessu loknu hefur t.d. 100 kg þungur maður breyst í aðeins 30 kg af lífrænu efni og úr því er nú hreinsað t.d. kvikasilfur, gullfyllingar eða málmleifar eftir t.d. liðskiptaaðgerðir. Að lokum er leifunum komið fyrir í kassa sem gerður er úr kartöflumjöli eða maísmjöli og grafa má á 20 - 40 sm dýpi. Eftir aðeins 12 - 20 mánuði hefur svo allt saman umbreyst í mold - líkt og gerist í safnhaugi.

Aðferðin hefur með góðum árangri verið reynd á svínaskrokkum ... Verðið fyrir jarðarför með þessum hætti verður svipuð því sem líkbrennsla kostar.“

Svo furðulegt sem það er, virðist það mæta andstöðu að leyfa þessa aðferð við jarðsetningu. Um þá andstöðu ræðir Eygló sjálf í Eyjupistli. Ég mæli með pistli hennar til aflestrar. Þar er líka að finna tilvísanir bæði í lagafrumvarpið sjálft og svo ýmsar erlendar greinar um málefnið.

Þegar þar að kemur, kysi ég helst einmitt þessa köfnunarefnisfrystingu sjálfum mér til handa. Dauður maður þarf ekki mikið landrými. Og ég sé heldur enga ástæðu til að menga andrúmsloftið með líkbrennslureyk. Ég held að ég hafi mengað alveg nóg í lifanda lífi.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd