Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.
08
2011
Almennt, Stjórnmál
Buxur bankastjóranna
Ég væri sennilega óhæfur bankastjóri. Ekki vegna þess að ég kunni ekki að opna Excelskjöl, treysti mér ekki til að borða humar í hádeginu eða að keyra 20 milljón krónu jeppa. Nei, það eru buxurnar. Ég á engar buxur með nægilega stóran rassvasa til að rúma bankastjóraveski.
Hvernig ætli það væri annars að vera bankastjóri? Ég ímynda mér rúmgóða skrifstofu með palísandermublum og mjúkum sófa til að halla sér þegar maður verður þreyttur, alvöru leðurhægindastól með glasahaldara, 140 tommu flatskjá og aðgangi að öllum stöðvum. Framan á hurðinni er skilti sem á stendur:
BANKASTJÓRINN SJÁLFUR
Viðtalstími milli klukkan 10:30 og hálf ellefu.
Og auðvitað þyrfti maður að vera mættur fyrir viðtalstíma og gæti ekki farið í lax fyrir honum væri lokið. Reyndar er það örugglega ekki allur vinnutíminn. Það fer vafalaust mikill tími í hádegisverðarfundi á Holtinu, Perlunni og fleiri slíkum stöðum. Svo eru það útlandaferðirnar. Skyldu viðskiptafundir í Hamborg vera haldnir við Herbertstrasse? Mér dettur það bara svona í hug.
Og svo tekur auðvitað langan tíma að telja upp úr launaumslaginu sínu. Það er samt trúlega gert í yfirvinnu. En hvenær hefur maður þá tíma til að telja yfirvinnulaunin? Þarf að muna að spyrja um það þegar ég verð kallaður í viðtal.
Auðvitað þurfa bankastjórar há laun. Sérstaklega þurfa þeir háa áhættuþóknun. Reynslan sýnir að starfslok bankastjóra getur borið brátt að höndum og eftir það geta þeir átt á hættu að einhver óður skríll máli húsin þeirra rauð.
Um hvað ætlaði ég annars að skrifa?
Jú, mikið rétt. Það voru buxurnar. Ég er yfirleitt ekki mikill áhugamaður um klæðaburð og tísku, en þegar buxur bankastjóra eru annars vegar, get ég ekki stillt mig um að vekja athygli á einum fagurfræðilegum ágalla.
Það vantar sem sé áberandi skófar á afturendann.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd