Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.

04


2011
Almennt, Stjórnmál
Huxi
Óvæntum atburðum má oft taka með tvennu móti. Hugsa sitt ráð eða láta hendur skipta. Hið síðarnefnda mætti kalla að „huxa með exi“.  Ég aðhyllist yfirleitt hið fyrrnefnda, en þar með er ekki sagt að hið síðarnefnda hvarfli ekki að mér.

Sem dæmi má taka mál sem hefur verið mér umhugsunarefni í aldarfjórðung. Ég hef heyrt það rökrætt og lesið dóma. Niðurstaða mín er einföld. Dómarnir voru að vísu réttir, en einungis vegna þess að þeir byggðust á ranglátum lögum. Og þegar uppkveðnir dómar byggjast á lögum sem augljóslega eru ranglát, er þá ekki kominn tími til að taka sér exi í hönd?

Hvaða augljósa ranglætismál skyldi vera orðið 25 ára gamalt, eða jafnvel heldur eldra? Jú - krítarkortin okkar allra.

Við þekkjum þetta öll. Við fáum okkur krítarkort og það gildir sem greiðslufrestur fram yfir næstu eða jafnvel þarnæstu mánaðamót. Þar með bjóðast okkur þau kostakjör að geta tekið vaxtalaust lán hvenær sem okkur dettur í hug.

Er málið svona einfalt?

Nei, reyndar ekki. Lánið er ekki vaxtalaust. Það erum ekki við sem borgum vextina, heldur kaupmaðurinn. Kaupmaðurinn fær sem sé ekki greitt fyrr en löngu síðar.
Og krítarkortin okkar hækka vöruverð. Okkur finnst það kannski ekki skipta öllu máli. Kaupmaðurinn rekur verslun sína til að græða hvort eð er. En tökum þá ímyndað dæmi:

Matvöruverslun ein hefur sett sér það markmið að tapa hvorki né græða. Rekstrareikningur hvers einasta árs á að enda á núlli. Svo koma krítarkortin til sögunnar:

Segjum að helmingur sé greiddur með krítarkortum.  Verslunin er svo rukkuð um 1% af veltu krítarkortanna í „þóknun“ til krítarkortafyrirtækisins. Til viðbótar tapar verslunin talsverðum vaxtatekjum vegna þess að helmingur af sölunni greiðist ekki fyrr en hálfum til heilum mánuði eftir sölu. Samtals eykur þetta kannski kostnað um 2%. –  Kannski minna, kannski meira, en segjum 2%.

Það er augljóst að verslunin verður að hækka verð til að halda áfram að koma út á núlli. Hækkunin þarf sennilega að vera um 1%. Það er ekki mikið. En það fer inn í vísitöluna og hækkar íbúðalánin okkar allra. Og að sjálfsögðu þurfa allir þeir sem borga með peningum eða debetkorti að borga hærra verð.

Snúum svo dæminu við. Núna er hið merkilega kort „American Express“ mikið auglýst. Ef ég man rétt samsvarar það 3,5% afslætti verslunarinnar að taka við þessu korti. En korthafinn fær á móti alveg gríðarlega marga punkta, sem t.d. má nýta til að greiða stóran hluta af flugferð yfir Atlantshafið.

Bíddu aðeins, lesandi góður. Trúir þú þessu?

Heldurðu virkilega að það sért þú sem færð þennan afslátt?

Nei. Kortafyrirtækið hirðir drjúgan hluta, sennilega meira en helming. Ég veit það svo sem ekki. En kortafyrirtækið græðir úr báðum áttum. Þú færð auðvitað eitthvað smávegis. Húrra fyrir þér!

Hvers vegna viðgangast slík svik á Íslandi? Ég hélt að við hefðum fengið nóg af svindlurum haustið 2008. Af hverju er ekki löngu búið að banna þessa svívirðu með lögum.

Hvar eru nú allir vorir góðu og heiðarlegu þingmenn?

Mér er allavega kunnugt um tvo: Sigurður Kári Kristjánsson er önnum kafinn við að selja áfengi í matvörubúðum og Helgi Hjörvar er á kafi við að undirbúa nýjar kosningar til stjórnlagaþings. Samviskan ræður í báðum tilvikum. Skyldu þessir ágætu þingmenn nota krítarkort?

Ég verð sennilega að setja traust mitt á grænu villikettina.




1
mar.

05

01:28


2011
ewa


ya nie resumie










X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd